31. mars 2023 kl. 16:16
Innlendar fréttir
Fjármálaráðherra boðar frumvarp um slit og uppgjör ÍL-sjóðs
Fjármálaráðherra hefur lagt fram skjal í samráðsgátt stjórnvalda þar sem hann boðar frumvarp um slit og uppgjör á ÍL-sjóði. Fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu að samningaviðræður við skuldabréfaeigendur hafi ekki skilað tilætluðum árangri en stjórnvöld séu áfram reiðubúin í samtal. Með samkomulagi væru heildarhagsmunir almennings best tryggðir. Hægt er að skila umsögnum um skjalið til 21. apríl en stjórnvöld hafa boðið skuldabréfaeigendum að skipta út skuldabréfunum og „vel dreifðu eignasafni.“