3. apríl 2023 kl. 6:51
Innlendar fréttir
Hættustigi aflýst en óvissustig áfram í gildi
Hættustigi hefur verið aflýst á Austfjörðum en óvissustig vegna ofanflóðahættu er áfram í gildi.
Öllum rýmingum í Neskaupstað var aflétt á laugardag. Rýmingum vegna snjóflóða- og krapaflóðahættu í Seyðisfirði og rýmingum vegna krapaflóðahættu á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði og Eskifirði var einnig aflétt.
Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir slagveðurs rigningu suðaustan en það á að vera þurrt fyrir norðan lengst af. Einnig verður áfram hlýtt og víða 7 til 11 stiga hiti þegar líður á daginn.