19. apríl 2023 kl. 16:27
Innlendar fréttir
Selja þriðjungs hlut í Ljósleiðaranum
Borgarráð ákvað á fundi sínum í dag að hækka hlutafé í Ljósleiðaranum um allt að þrjá milljarða og 250 milljónir króna. Með þessu verður þriðjungshlutur í Ljósleiðaranum seldur.
Einar Þorsteinsson, formaður borgarráðs, tók vel í þessa hlutafjárhækkun í viðtali við RÚV um síðustu helgi. Þá var talað um að bjóða út allt að 40 prósent hlutafjár fyrir allt að ellefu milljarða króna.
Borgarstjórn á eftir að staðfesta ákvörðunina. Orkuveita Reykjavíkur á svo að undirbúa hlutafjárútboðið.