20. apríl 2023 kl. 14:02
Innlendar fréttir

Ekið á eldri konu í Grafarvogi

Ekið var á eldri konu á Víkurvegi í Grafarvogi um klukkan eitt í dag. Þetta staðfestir Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang, og var konan flutt á sjúkradeild en hún er að öllum líkindum með opið beinbrot. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki grunur um hraðakstur.