30. apríl 2023 kl. 7:44
Innlendar fréttir
Áfram von á næturfrosti
Í dag verður norðan strekkingur norðanlands, en stinningsgola á Suðurlandi. Yfirleitt verður léttskýjað, en þegar líður á daginn þykknar upp norðantil og með stöku éljum undir kvöld og framá nótt.
Á morgun verður áframhaldandi norðlæg átt með éljum um norðanvert landið, en skýjað með köflum syðra. Hiti frá frostmarki norðaustanlands upp í 9 stig á Suður- og Vesturlandi en frost
víðast hvar 0 til 5 stig að næturlagi.