1. maí 2023 kl. 7:44
Innlendar fréttir
Slasaðist við Kleifarvatn í nótt
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út ásamt björgunarsveitum vegna slyss við Kleifarvatn í nótt, þar sem maður hafði fallið í klettum og svaraði félögum sínum illa á eftir. Manninum var komið á slysadeild, en hann reyndist töluvert lemstraður og með áverka á höfði.
Þá var allt tiltækt slökkvilið kallað út í morgun vegna elds í Árbæ í Reykjavík. Dregið var síðan úr viðbragði, en eldur hafði kviknað í eldhúsi sem greiðlega gekk að slökkva og er reykræsting í gangi.