5. maí 2023 kl. 5:33
Innlendar fréttir
Allt með kyrrum kjörum við Mýrdalsjökul í nótt
Allt hefur verið nokkuð með kyrrum kjörum við Mýrdalsjökul í gærkvöld og nótt, eftir kröftuga jarðskjálftahrinu í gærmorgun.
Ríkislögreglustjóri lýsti yfir óvissustigi eftir að hrinan hófst í jöklinum en þrír skjálftar yfir 4 að stærð mældust í gærmorgun. Veginum inn að Kötlujökli hefur verið lokað og ekki er ráðlagt að vera við rætur jökulsins.
Í gærmorgun hófst einnig jarðskjálftahrina á Reykjanestá. Þar hafa nokkrir skjálftar yfir einn að stærð mælst í nótt en sá stærsti mældist þrír komma fjórir að stærð laust eftir klukkan átta í gærmorgun.