5. maí 2023 kl. 12:27
Innlendar fréttir
Kauphöllin fölgræn
Aðeins örlar á grænum lit á lista Kauphallarinnar yfir fyrirtæki á markaði eftir rauðan dag í gær þar sem gengi hlutabréfa allra fyrirtækja utan eins, sem stóð í stað, lækkaði. Sú lækkun var ekki síst rakin til verri afkomu Marel en vænst var, en gengi bréfa í fyrirtækinu lækkaði um nærri átján prósent. Í hádeginu hafði gengi bréfa í Marel aðeins mjakast upp og var 1,22 í viðskiptum upp á 630 milljónir króna og gengi í fáeinum öðrum hafði aðeins hækkað. Úrvalsvísitalan hækkaði í morgun um 0,83 % eftir að hafa lækkað um sjö og hálft prósent í gær.