6. maí 2023 kl. 16:52
Innlendar fréttir
Eldur kviknaði í trampólíni við Rimaskóla
Eldur kviknaði í trampólíni fyrir utan Rimaskóla í Grafarvogi í dag. Tilkynnt var um eldinn upp úr klukkan fjögur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var atvikið minniháttar og enginn í hættu.
Búið er að slökkva eldinn en ekki er ljóst að svo stöddu með hvaða hætti kviknaði í.
Að sögn lögreglu var þetta einhvers konar hoppudýna eða trampólín, en ekki eitthvað stærra eins og ærslabelgur.
Slökkvilið er á vettvangi að fara yfir aðstæður en ekki var hægt að fá upplýsingar um það að svo stöddu hve margir voru á staðnum þegar tilkynnt var um eldinn, né hvort það voru börn eða fullorðnir.