8. maí 2023 kl. 9:34
Innlendar fréttir

Rafmagnslaust í Reykholti og Biskupstungum

Rafmagnslaust hefur verið í Reykholti, Biskupstungum og nágrenni á Suðurlandi síðan á sjöunda tímanum í morgun vegna bilunar í raflínu frá Flúðum að Reykholti. Starfsmenn RARIK vinna að viðgerð á svæðinu en segja óvíst hvenær rafmagnið kemur á að nýju.

Íslandskort sem sýnir hvar er rafmagnslaust á Suðurlandi.
Aðsent / RARIK