9. maí 2023 kl. 15:23
Innlendar fréttir
Segir blaðamenn hafa tafið rannsókn lögreglu
Rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á máli fimm blaðamanna stendur enn yfir að sögn saksóknara. Ríkissaksóknari óskaði eftir skýringum á töfum við rannsóknina og bar lögregla þá miklar annir fyrir sig vegna annarra mála.
Eyþór Þorbergsson, saksóknari á Norðurlandi eystra sagðist lítið geta tjáð sig um hvernig rannsókn málsins miðaði, en sagði þó að tafir mætti meðal annars skýra með viðbrögðum sakborninga, til dæmis að þeir hafi kært skýrslutökur til hærri dómstiga. Hann sagði einnig að gagna væri beðið frá erlendum samskiptafyrirtækjum, sem væru mikilvæg fyrir rannsókn málsins.