10. maí 2023 kl. 6:55
Innlendar fréttir
Búast má við allt að 16 stiga hita í dag
Búast má við að hiti geti náð allt að fimmtán til sextán stigum í dag þegar best lætur.
Spáð er mildu veðri, hægum vindum og víða lítilsháttar vætu, en þokulofti við
ströndina. Það á að birta til á Suðausturlandi upp úr hádegi en svo styttir upp í kvöld.
Mikil vaxandi lægð við Nýfundnaland þokast norður á bóginn, en úrkomusvæði hennar nálgast landið á morgun. Hvessir þá úr suðaustri og fer að rigna vestan til um kvöldið.