11. maí 2023 kl. 10:47
Innlendar fréttir
Borgin fékk rúma þrjá milljarða í skuldabréfaútboði
Reykjavíkurborg fékk tæpa 3,2 milljarða króna að láni í skuldabréfaútboði borgarinnar í gær. Borgin fékk 1.280 milljónir króna að láni með 3,61 prósenta vöxtum og 1.880 milljónir með 3,50 prósenta vöxtum. Alls buðust borginni lán upp á rúmlega fjóran og hálfan milljarð króna.
Borgin hætti fyrr á árinu við skuldabréfaútboð með skömmum fyrirvara. Þá sagði minnihlutinn í borgarstjórn að fjárhagsstaða borgarinnar væri svo slæm að