16. maí 2023 kl. 18:22
Innlendar fréttir
Eyjólfur endurkjörinn formaður SA
Eyjólfur Árni Rafnsson var endurkjörinn formaður Samtaka atvinnulífsins á aðalfundi samtakanna í dag. Hann fék tæplega 99 prósent atkvæða í rafrænni kosningu.
Ný inn í stjórn samtakanna koma Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, Páll Erland, forstjóri HS veitna, og Þorsteinn Víglundsson, forstjóri B. M. Vallár ehf.