2. júní 2023 kl. 16:07
Innlendar fréttir
Áfram í varðhaldi vegna meints manndráps
Í dag tók dómari við Héraðsdóm Suðurlands fyrir kröfu Lögreglustjórans á Suðurlandi um áframhaldandi gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna yfir karlmanni vegna rannsóknar lögreglu á andláti ungrar konu á Selfossi frá því í apríl síðastliðnum.
Fallist var á kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald til 16. júni næstkomandi
Rannsókn lögreglu beinist að hugsanlegu manndrápi. Henni miðar vel og mun halda áfram af fullum þunga að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.