Segjast ekki geta tekið á móti fleira flóttafólki
Bæjarstjórarnir í Reykjanesbæ og Hafnarfirði segja bæjarfélögin komin að þolmörkum og ekki geta tekið við fleira flóttafólki.
Kjartan Már segir að skipta megi flóttafólki í tvennt. Annars vegar það sem hefur fengið alþjóðlega vernd og orðið íbúar í sveitarfélaginu. Það skipti tugum eða hundruðum.
Hins vegar það sem hafi sótt um vernd en ekki enn fengið. Það sé um 70 á vegum sveitarfélagsins en ríkið sé með um 1100 pláss, aðallega á Ásbrú.
Rósa segir að skólakerfið í Hafnarfirði sé sprungið. Hún gagnrýnir ríkisvaldið fyrir að viðurkenna ekki að það þurfi að greiða sérstaklega með börnum sem komi inn í skólana.