1. júlí 2023 kl. 21:43
Innlendar fréttir
Samgöngur

Flugi Play frá Kaup­manna­höfn til Kefla­vík­ur aflýst

Flugi Play air frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur í kvöld var aflýst. Þetta staðfestir Birgir Olgeirsson, almannatengill flugfélagsins. Ástæðan er vélabilun. Farþegum býðst full endurgreiðsla eða far með næsta lausa flugi.