11. júlí 2023 kl. 11:50
Innlendar fréttir
Reykjavíkurborg

Brunakerfi fór í gang í Mjódd - ljós reykur

Brunakerfi fór í gang í verslanamiðstöðinni Mjódd í Reykjavík og ljós reykur sást þar. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi slökkviliðsbíla og sjúkrabíla frá tveimur stöðvum á vettvang. Fljótlega kom í ljós að ekki var kviknað í húsum. Reykur og lykt í loftræstingakerfi setti brunaviðvörunarkerfið í gang. Slökkviliðsmenn voru að ljúka störfum í Mjódd skömmu fyrir hálf eitt.