Veðurstofan býst við þungbúnu og fremur svölu í veðri norðan- og austanlands í dag með stífri norðvestanátt við austurströndina. Áfram á að vera sumarblíða sunnan-og vestantil á landinu og fremur hlýtt, en svo þykknar upp vestantil þegar líður á morgundaginn.
Á fimmtudaginn fer svo að draga til tíðinda. Þá má búast við dálítilli rigningu eða súld með köflum sunnan- og vestanlands, en svo léttir heldur til norðan- og austanlands. Síðan er útlit fyrir hæglætisveður. Sólarglennur víðast hvar, en stöku skúrir í flestum landshlutum.