27. ágúst 2023 kl. 7:44
Innlendar fréttir
Veður
Rignir fyrir austan í morgunsárið
Regnsvæðið, sem fór austur yfir landið í gær, er í morgunsárið komið yfir Austurland, en heldur síðan áfram austur á bóginn og rofar þá til.
Fremur hæg suðvestlæg átt og bjart með köflum eftir hádegi, en skúrir á stöku stað. Milt veður og hiti jafnvel að 18 stigum þegar best lætur.
Vaxandi lægðardrag við Hvarf nálgast landið og verður að smálægð í nótt, en þá rignir þá sunnantil og fram eftir mánudeginum. Snýst síðan í norðvestlægari átt og styttir upp. Hæg norðanátt og skýjað með köflum fyrir norðan, en skúrir á víð og dreif.
Útlit fyrir aðgerðalítið veður á þriðjudag, úrkomulaust að mestu og milt.