14. september 2023 kl. 20:57
Innlendar fréttir
Bókmenntir
Hillary Cinton kemur til Íslands
Hillary Rodham Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er væntanleg til Íslands Í nóvember. Mun hún koma fram á bókmenntahátíðinni Iceland Noir, þann 19. nóvember í Hörpu.
Mun Clinton ræða meðal annars um skáldsöguna State of Terror, eða Ríki óttans, sem hún skrifaði ásamt kanadíska metsöluhöfundinum Louise Penny sem verður með henni á sviði.
Stofnendur Iceland Noir hátíðarinnar, Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir, kynna Clinton og Penny á svið og Eliza Reid, forsetafrú, mun svo ræða við þær um bókina og lífshlaup þeirra.
Miðasala á viðburðinn er hafin á Tix.is, en nánar var fjallað um viðburðinn í Kastljósi kvöldsins.