18. september 2023 kl. 13:09
Innlendar fréttir
Alþingi

Stefán Vagn tekur við formennsku í fjárlaganefnd

Stefán Vagn Stefánsson var kosinn formaður fjárlaganefndar Alþingis á fundi nefndarinnar í morgun. Hann tekur við formennsku af Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur sem að öllu óbreyttu tekur við formennsku í velferðarnefnd.

Nokkur uppstokkun verður á skipan nefnda. Þannig er búist við að Bjarni Jónsson verði formaður umhverfis- og samgöngunefndar og að Diljá Mist Einarsdóttir taki við formennsku af Bjarna í utanríkismálanefnd. Óvíst er hver tekur við formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd af Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem varð dómsmálaráðherra í sumar.