24. september 2023 kl. 23:34
Innlendar fréttir
Jarðhræringar
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 mældist við Geitafell
Jarðskjálfti af stærðinni 3,2 varð laust fyrir klukkan níu í gærkvöld við Geitafell, milli Bláfjalla og Þorlákshafnar. Annar af stærðinni 2,9 mældist skömmu síðar og fundust báðir á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði. Í gær mældist á fimmta tug skjálfta en eitthvað virðist hafa hægt á virkninni í nótt. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands segir jarðskjálfta algenga á þessu svæði og að engin merki séu um gosóróa.