Baráttunni ekki lokið
Kvennaverkfall sem boðað er á morgun er sprottið af kvennafrídeginum sem haldinn var 1975 og konur troðfylltu miðborg Reykjavíkur. 24. október 2023 eru konur og kvár hvött til þess að leggja niður vinnu til ða mótmæla kynbundnu misrétti.
Í aðdraganda kvennafrís fyrir nærri fimmtíu árum var umfjöllun með ýmsum hætti eins og kemur berlega í ljós í Dagblaðinu frá 23. október 1975. Á forsíðunni er sviðsett mynd af ungum manni með svuntu sem horfir mæðulegur á unga konu lakka á sér neglurnar. Inni í blaðinu eru fleiri myndir af sama pari, auglýsingateiknara og ungri og fallegri konu sem brugðu á leik fyrir blaðið, eins og þar segir. Tónninn frekar grínaktugur en í leiðara ritstjórans kveður allt annað við, þar segir: Ekkert grín. Kristín Ástgeirsdóttir sagnfræðingur er í framkvæmdastjórn kvennaverkfallsins 2023. Hún segir að menn hafi ekki vitað hvers var von 1975 en tónninn hafi breyst þegar þátttaka og heimsathygli varð ljós. Enn sé brýnt að berjast gegn kynbundnu misrétti, ekki síst ofbeldi.