Örykjabandalagið fordæmir brottvísun fjölskyldu Husseins
Öryrkjabandalagið, ÖBÍ, fordæmir þá ákvörðun stjórnvalda að skilja Hussein Hussein, fatlaðan, írakskan hælisleitenda, frá fjölskyldu sinni með því að vísa henni úr landi á morgun. Í yfirlýsingu ÖBÍ er ákvörðunin sögð ómannúðleg.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur bannað stjórnvöldum að vísa Hussein Hussein úr landi á meðan mál hans er til skoðunar hjá dómstólnum. Hins vegar er banni við brottvísun móður hans og systkina aflétt, og hefur Útlendingastofnun þegar brugðist við því með því að gera fjölskyldunni að yfirgefa Ísland og fara til Grikklands.
„Það er hreint út sagt óboðlegt að skilja Hussein frá fjölskyldu sinni eins og stjórnvöld hyggjast gera. ÖBÍ tekur undir orð framkvæmdastjóra Þroskahjálpar um að þetta þurfi að endurskoða þar sem Hussein er háður fjölskyldu sinni um stuðning," segir í yfirlýsingu ÖBÍ.
Bent er á að Ísland hafi fullgilt Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með skuldbundið sig til þess að fylgja honum og virða.
Það að sundra fjölskyldunni með þeim hætti sem fyrirhugað er gangi í berhögg við samninginn og brjót gegn mannréttindum Husseins.