6. desember 2023 kl. 7:06
Innlendar fréttir
Veður

Hvessir syðst og áfram kalt

Suðvestur af landinu er víðáttumikið lægðasvæði sem heldur austlægum áttum að landinu. Víða verður því austan kaldi eða strekkingur. Syðst og í kringum Öræfajökul er útlit fyrir allhvassan eða hvassan vind. Við austurströndina eru dálítil él og líkur á smá ofankomu austanlands í dag en annars verður að mestu léttskýjað.

Veðurspá á hádegi 6. desember. Frost á öllu landinu nema syðst og léttskýjað eða alveg heiðskýrt.
Veðurstofa Íslands

Veðurspá á hádegi í dag.

Talsvert frost hefur verið á Norður- og Austurlandi og verður áfram í dag. Frostlaust er syðst á landinu en annars er frost að sautján stigum. Litlar breytingar verða á veðrinu næstu daga, áframhaldandi austanáttir með bjartviðri og köldu veðri, lítilsháttar él austast.