18. desember 2023 kl. 6:50
Innlendar fréttir
Veður
Verða jólin hvít?
Búast má við smálægðum og lægðadrögum á landinu í dag og hæg suðvestlæg átt verður ríkjandi segir í veðurpistli frá Veðurstofu Íslands. Vaxandi vestanátt og efnismeiri él seint í kvöld og nótt og halda áfram á morgun. Úrkomulaust verður á Austurlandi.
Annað kvöld dregur heldur úr vindi og éljum og frost víða 0-7 stig, en frostlaust með suðurströndinni.
Á miðvikudag er búist við lægðardragi frá Grænlandhafi sem hreyfist norðaustur
yfir landið. Hvessir þá talsvert úr austri og fer að snjóa, en hlýnar jafnframt þ.a. rignir við suðurströndina. Þegar lægðadragið er komið yfir Norður- og Austurland, snýst í stífa vestan- og
norðvestanátt með éljagangi og kólnar í veðri.