9. janúar 2024 kl. 12:31
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga
Land um 5 cm hærra en fyrir kvikuhlaup
Land rís enn við Svartsengi. Landið er um fimm sentimetrum hærra en fyrir kvikuhlaupin 10. nóvember og 18. desember. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar.
Skjálftavirkni mælist enn frekar lítil. Hún er að mestu á milli Hagafells og Stóra-Skógfells, við miðju kvikugangsins.
Líkön sem byggð eru á aflögunarmælingum benda til þess að kvika sem hefur safnast í lárétta kvikuinnskotið undir Svartsengi sé orðin álíka mikil og var í kvikuganginum þegar gaus.
Það þýðir að aukin hætta sé á kvikuhlaupi á næstu dögum.