Í dag verður suðvestan kaldi eða stinningskaldi ríkjandi á landinu með skúrum eða éljum en bjart með köflum norðaustantil. Hiti verður á bilinu 1 til 6 stig en víða verður vægt frost inn til landsins.
Snemma í fyrramálið gengur hins vegar í sunnan hvassviðri eða storm með rigningu og hlýnandi veðri en snjókoma og vægt frost á Vestfjörðum. Sums staðar á Vesturlandi má búast við talsverðri rigningu.
Veðurstofa Íslands
Vindaspá klukkan 8 í fyrramálið.
Það er því útlit fyrir leiðinlegt ferðaveður í öllum landshlutum en einkum á Vestfjörðum. Síðdegis á morgun snýst í suðvestan 13 til 20 metra á sekúndu með skúrum eða éljum og kólnandi veðri.