28. janúar 2024 kl. 15:25
Innlendar fréttir
Jarðhræringar
Sjö jarðskjálftar við Húsfellsbruna frá miðnætti
Sjö jarðskjálftar hafa mælst við Húsfellsbruna frá miðnætti. Stærsti skjálftinn reið yfir um klukkan hálf eitt í dag og var 2,9 að stærð.
Skjálftarnir eru flestir um tveir að stærð og mælast á fjögurra kílómetra dýpi. Að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands eru jarðskjálftar nokkuð algengir í hrauninu við Húsfellsbruna. Hraunið liggur milli Heiðmerkur og Bláfjalla.
Unnið er að því að skoða þekktar gossprungur á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar munu fylgjast áfram vel með framvindunni.