5. febrúar 2024 kl. 15:43
Innlendar fréttir
Jarðhræringar á Reykjanesskaga

Níu milljón rúmmetrar í kvikuhólfinu

Kvikan í kvikuhólfinu undir Svartsengi er nú um níu milljón rúmmetrar, að mati sérfræðinga á Veðurstofunni. Við síðasta eldgos, 14. janúar, voru níu til þrettán milljónir rúmmetrar af kviku í hólfinu. Hún er því sem komin í neðri mörkin, segir Benedikt Ófeigsson jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni.

Í síðustu gosum hafi sýnt sig að rúmmál kviku sé ágætis mælikvarði. Annað sem líka þykir áreiðanlegt merki er að örlítið hefur hægst á landrisi í Svartsengi.

Um þúsund Grindvíkingar fá að vitja eigna sinna í dag og fjögur hundruð bílar fá að vera í bænum í einu. Að þessu sinni fær fólk að vera staldra við í um sex klukkutíma.