Ugla sem sækir í frauðplast og ást Íslendinga á VHS-spólum
Allt plast sem fellur til á höfuðborgarsvæðinu berst í flokkunarstöðina í Gufunesi. Þar eru farvegir fyrir fjóra meginflokka plasts; umbúðaplast, hart plast, filmuplast og frauðplast. Samfélagið á Rás 1 kom þarna við og ræddi við Stefán Frey Benónýsson, verkstjóra í stöðinni, Gunnar Dofra Ólafsson, samskiptastjóra Sorpu, og Ægi Rafnsson, sem var á frauðplastspressunni.