Opnað hefur verið fyrir sölu íbúðarhúsnæðis í Grindavík.
Eigendur sem vilja selja ríkinu hús sitt í gegnum fasteignafélagið Þórkötlu geta nú fyllt út umsókn á vefnum Ísland.is. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að gert sé ráð fyrir að úrvinnsla umsókna taki 2–4 vikur.
Alþingi samþykkti í síðasta mánuði lög um uppkaup ríkisins á húsnæði í bænum. Grindvíkingar hafa tækifæri til áramóta til að selja hús sín, en ríkið kaupir þau á sem nemur 95% af brunabótamati eigna.