Þyrla Landhelgisgæslunnar var send af stað á ellefta tímanum í kvöld eftir að neyðarblys sást á lofti norður af Sólfarinu við Sæbraut.
Aðsend
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir áhöfnina hafa leitað af sér allan grun og ekkert fundið, sem betur fer eins hann orðar það. Ásgeir segir flugið fyrst og fremst hafa verið í öryggisskyni þar sem enginn bátur eða skip í kerfi gæslunnar var á ferðinni á þeim slóðum. Áhöfn þyrlunnar var ætlað að kanna svæðið til að leita af sér allan grun.