14. mars 2024 kl. 10:10
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Hald lagt á 16.000 töflur í alþjóðlegri aðgerð

Hald var lagt á 16 þúsund töflur, þar á meðal 11 þúsund töflur af fíknilyfjum, hér á landi í alþjóðlegri aðgerð Europol sem beindist að viðskiptum og innflutningi á ólöglegum lyfjum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lyfjastofnun.

Á heimsvísu var lagt hald á lyf að andvirði 64 milljóna evra.