Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöfundur og viðskiptamaður, ætlar ekki að bjóða sig fram til forseta Íslands. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hann sendi frá sér.
Í tilkynningunni þakkar hann þeim fjölmörgu sam hafa hvatt hann til framboðs og með því sýnt honum ómetanlegt traust.
„Ég treysti þjóðinni til að finna í þetta vandmeðfarna embætti einstakling sem er því vaxinn – gætir hagsmuna Íslands heima og heiman, stendur vörð um menningu okkar og tungu, þekkir sögu okkar og sérstöðu en sér um leið fram á veginn,“ segir Ólafur Jóhann.