Heiða Kristín Helgadóttir, sem er í kosningateymi Jóns, segir lágmarksfjölda undirskrifta hafa verið safnað í hverjum fjórðungi fyrir sig. Meðmælasöfnunin hófst klukkan átta þegar Jón tilkynnti birti tilkynningu um framboðið á samfélagsmiðlum sínum.
Facebook / Jón Gnarr
Hver frambjóðandi þarf að safna að lágmarki 1500 meðmælum en þó þarf lágmarksfjölda úr öllum fjórum landsfjórðungum.
Heiða Kristín segir söfnunina hafa tekið um einn og hálfan klukkutíma. Meðmælin hafi dælst náttúrulega inn að hennar sögn. „Það er góðs viti finnst mér.“