10. apríl 2024 kl. 16:23
Innlendar fréttir
Náttúruvá

Snjóflóð í Tungudal

Snjóflóð féll í Tungudal við Dalvík síðdegis í gær. Skíðamenn settu flekaflóð af stað í um sex hundruð metra hæð í Bæjarfjalli að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Flóðið var í svonefndum vindfleka sem myndaðist í hríðarveðrinu dagana á undan. Snjóflóðaspá fyrir Tröllaskaga er merkt appelsínugul og aðstæður varasamar. Töluverðhætta er jafnframt í innanverðum Eyjafirði og á Austfjörðum.