Lægð norðan við land og háþrýstisvæði á Grænlandshafi beina vestlægri átt til landsins. Í dag verður því víða gola eða kaldi. Léttskýjað á Suðausturlandi en bjart með köflum á öðrum stöðum. Líkur verða á stöku skúrum eða slydduéljum fram eftir deginum.
Hitastig verður á bilinu 4 til 10 gráður. Á morgun tekur við hæg suðlæg eða breytileg átt og verður áfram bjart með köflum. Þá tekur þó einnig að hlýna lítillega. Annað kvöld snýst áttin í hægt vaxandi suðaustanátt og tekur að þykkna upp með smá rigningu bæði sunnan- og vestanlands. Á föstudaginn verður suðaustan átt, 5 til 13 metrar á sekúndu, og rigning með köflum í flestum landshlutum.