Hvalfjarðargöngin eru lokuð vegna áreksturs í göngunum. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er vonast til að hægt verði að opna þau aftur innan skamms. Lögregla er á vettvangi og dráttarbíll bíður þess að geta dregið bílana burt.
Hvalfjarðargöng eru lokuð vegna áreksturs. Myndin er úr myndasafni.RÚV / Elsa María Guðlaugs Drífudóttir