20. júní 2024 kl. 17:49
Innlendar fréttir
Viðskipti

Enski boltinn frá Símanum til Sýnar

Sýn hefur tryggt sér sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í fótbolta frá og með þarnæsta tímabili, 2025-2026, til þriggja ára; út tímabilið 2027-2028. Síminn hefur átt réttinn frá árinu 2018.

Í tilkynningu frá Stöð 2 segir að fyrirkomulag sjónvarpsáskrifta og vöruframboð verði útfært nánar þegar nær dregur. Mikilli ánægju er lýst með að enski boltinn snúi aftur til Sýnar sem áður hafði sýningarréttinn frá árinu 1997.

Síðast var sýningarrétturinn boðinn út fyrir þremur árum, og greiddi Síminn þá rúma þrjá milljarða króna fyrir hann. Í tilkynningu Sýnar er ekki tekið fram hver kostnaðurinn er, en búast má við að hann verði í það minnsta ekki minni en fyrir þremur árum.

Manchester United fagnar Englandsmeistaratitli karla í fótbolta árið 2024
Manchester City er ríkjandi Englandsmeistari.EPA / Ash Allen