Vindur hallar sér í norðaustanátt í dag. Ef spár standast mun blása af norðaustri út vikuna en vindur er almennt frekar hægur.
Hiti verður víðast á bilinu sjö til tólf stig. Líkur eru á ofurlítið hærri hitatölum síðdegis. Einna hlýjast verður á Suðurlandi.
Skýjað er í flestum landshlutum þótt það sjáist til sólar inn á milli. Dálítil væta er um landið norðan- og austanvert og líkur á stöku síðdegisskúrum.
Hlýjast verður á Suðurlandi í dag.Wikimedia / Christian Bickel