4. júlí 2024 kl. 10:04
Innlendar fréttir
Samgöngur

Minni umferð á höfuðborgarsvæðinu

Minni umferð mældist á höfuðborgarsvæðinu í nýliðnum júnímánuði en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í samantekt Vegagerðarinnar sem byggð er á talningu við Vesturlandsveg, Reykjanesbraut og Hafnarfjarðarveg.

Um 185 þúsund bílar óku fram hjá talningarstöðum en voru tvö þúsund fleiri í fyrra. Almennt hefur umferð aukist á þessu ári og spáir Vegagerðin að hún verði 3,5 prósentum meiri á höfuðborgarsvæðinu í ár.