14. júlí 2024 kl. 11:48
Innlendar fréttir
Stjórnmál

Bjarni vonast eftir skjót­um bata Trumps

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fordæmir tilræðið við Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í færslu sem hann birti á Twitter. Bjarni segir það að árásin hafi verið átakanleg og að pólitískt ofbeldi eigi engan rétt á sér í samfélaginu.

Bjarni segir að hugur sinn sé hjá Trump, öðrum fórnarlömbum árásarinnar og fjölskyldum þeirra. Færslunni líkur Bjarni á því að óska Trump skjótum bata.

Alþingi 20. júní. Umræða um vantrauststillaga á matvælaráðherra vegna hvalveiða. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra.
RÚV / Ragnar Visage