Alvarlegt vinnuslys varð í Grindavík í dag þegar starfsmaður í Ægi sjávarfangi festi hönd í vinnuvél. Lögregla fékk tilkynningu um atvikið um korter í ellefu í dag.
Viðbragðsaðilar fóru á vettvang og var hinn slasaði fluttur á Landspítalann í Fossvogi.
Samkvæmt tilkynningu lögreglu er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Frá höfninni í Grindavík, myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beintRÚV / Ragnar Visage