7. ágúst 2024 kl. 17:20
Innlendar fréttir
Lögreglumál

Farsæll endir á lögregluaðgerð í Vogahverfi

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna útkalls í Vogahverfi í dag.

Helena Rós Sturlu­dótt­ir, upp­lýs­ingafulltrúi rík­is­lög­reglu­stjóra, staðfest­i þetta við fréttastofu, en mbl.is sagði fyrst frá.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að aðgerðinni hafi lokið farsællega og enginn hafi verið handtekinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu snerist málið um mann í ójafnvægi, en honum hafi verið komið undir læknishendur.