15. ágúst 2024 kl. 11:39
Innlendar fréttir
Heilbrigðismál

Fundu erfðabreytileika sem eykur líkur á parkinsons-sjúkdómi

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Ástrós Th. Skúladóttir, fyrsti höfundur rannsóknargreinar um erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons sjúkdómi.
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og Ástrós Th. Skúladóttir, fyrsti höfundur rannsóknargreinar um erfðabreytileika sem auka áhættu á Parkinsons sjúkdómi.Íslensk erfðagreining

Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa fundið sjaldgæfa erfðabreytileika sem auka líkur á parkinsons-sjúkdómi. Samkvæmt rannsakendum getur þekkingin stuðlað að þróun nýrra lyfja.

Grein um rannsóknina birtist í dag í ritinu NPJ Parkinson‘s Disease. Erfðabreytileikarnir sem rannsakendur fundu draga úr virkni próteins sem talið er að hafi áhrif á meinmyndun sjúkdómsins. Með því að beina sjónum að próteininu og boðferli þess verði mögulega hægt að þróa ný lyf við sjúkdómnum.