19. ágúst 2024 kl. 6:40
Innlendar fréttir
Veður

Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í dag

Norðaustan kaldi eða stinningskaldi í dag með vætu norðan- og austanlands en bjart sunnan- og vestantil. Síðdegis kemur úrkomusvæði að suðausturströndinni sem fer norður yfir austanvert landið í kvöld og nótt.

Á morgun verður norðanátt og áfram væta norðaustantil en annars víða léttskýjað. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst.

Á miðvikudag kemur síðan næsta lægð að sunnanverðu landinu með ákveðinni austanátt og rigningu.