Enn vex skjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina dag frá degi. Tveir skjálftar yfir tveimur að stærð mældust í nótt sem gera alls sex skjálfta yfir tveimur síðustu vikuna. Það er merki þess að þrýstingur haldi áfram að vaxa á svæðinu.
Kvikusöfnun og landris hefur verið óbreytt síðustu daga og er magn kviku undir Svartsengi orðið meira en fyrir síðustu atburði. Það eru því áfram miklar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í Sandhnúksgígaröðinni.
Hættumat og sviðsmyndir eru óbreyttar.
Línuritið sýnir þróun kvikusöfnunar og áætlað heildarmagn kviku í kvikuhólfinu undir Svartsengi frá 25. október. Heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði.vedur.is / Veðurstofa Íslands