Norðan gola eða kaldi og víða dálítil væta á morgun
Það snýst í norðlæga átt og fer að rigna um austanvert landið í kvöld og nótt. Norðangola eða kaldi og víða dálítil væta á morgun en þurrt að kalla vestantil. Hiti á bilinu sex til þrettán stig. Sigurður Jónsson veðurfræðingur fer yfir veðurhorfurnar.